Segir Söru Björk eiga í deilum við þjálfarann

Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Juventus.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Juventus. Ljósmynd/@JuventusFCWomen

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gæti verið á leið frá Juventus eftir aðeins eitt tímabil hjá ítalska stórveldinu.

JuventusNews24.com, sem eins og heitið gefur til kynna er fréttasíða tileinkuð Juventus, slær því fram að Sara Björk hafi átt í deilum við Joe Montemurro, knattspyrnustjóra liðsins.

Þar segir að Sara Björk sé margreyndur sigurvegari sem standi liðsfélögum sínum framar, enda ítalska A-deildin ekki komin jafn langt á veg og sterkustu kvennadeildir Evrópu.

Hún sé með stærsta persónuleikann innan liðsins, Montemurro ráði einfaldlega ekki við það, finnist nærvera Söru Bjarkar óþægileg og því væri líklegt að leiðir skilji í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert