Alfreð sá rautt í vondu tapi

Alfreð Finnbogason varði með hendi á marklínu og fékk reisupassann.
Alfreð Finnbogason varði með hendi á marklínu og fékk reisupassann. Ljósmynd/Alex Nicodim

Alfreð Finnbogason fékk beint rautt spjald snemma leiks þegar Íslendingalið Lyngby steinlá á heimavelli gegn OB, 0:4, í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Alfreð varði með hendi á marklínu á 17. mínútu og fékk fyrir vikið reisupassann.

OB fékk um leið dæmda vítaspyrnu, skoraði úr henni og reyndist eftirleikurinn auðveldur fyrir gestina.

Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leikinn fyrir Lyngby en Sævar Atli Magnússon tók út leikbann. Freyr Alexandersson þjálfar liðið.

Aron Elís Þrándarson var þá ónotaður varamaður hjá OB.

Lyngby er sem fyrr á botni deildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti þegar einungis tvær umferðir eru óleiknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert