Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði fyrra mark Vålerenga þegar liðið vann sterkan útisigur á Óslóar-nágrönnum sínum í Stabæk, 2:0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Ingibjörg, sem lék allan leikinn í vörn Vålerenga, braut ísinn á 26. mínútu og leiddu gestirnir með einu marki í leikhléi.
Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Ylinn Tennebo forystuna og þar við sat.
Vålerenga er áfram á toppi norsku deildarinnar, nú með 29 stig, sex stigum fyrir ofan Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllur hennar í Rosenborg. Rosenborg á hins vegar leik til góða.