Selma lagði upp tvö í stórsigri

Selma Sól Magnúsdóttir átti flottan leik í dag.
Selma Sól Magnúsdóttir átti flottan leik í dag. Ljósmynd/KSÍ

Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins, lagði upp tvö mörk í stórsigri Rosenborg á Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leiknum lauk með sigri Rosenborg, 6:0.

Selma lagði upp fyrsta og fimmta mark heimakvenna áður en hún fór af velli á 74. mínútu.

Eftir sigurinn er Rosenborg í 2. sæti deildarinnar með 23 stig en Avaldsnes er í 8. sæti með 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert