Þorleifur Úlfarsson skoraði jöfnunarmark Houston Dynamo þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Dallas á útivelli í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt.
Þorleifur kom inná í leiknum á 56. mínútu og jafnaði leikinn með góðum skalla undir lok leiks, á 85. mínútu eftir sendingu frá Hector Herrera, fyrrum leikmanni Atletico Madrid.
THOR STRIKES!
— Major League Soccer (@MLS) May 21, 2023
Huge goal from Thorleifur Úlfarsson in the 85th minute ties it for the @HoustonDynamo in the Texas Derby. pic.twitter.com/TqyVQBwLgS
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í vörn DC United sem rúllaði yfir LA Galaxy á heimavelli, 3:0.
Dagur Dan Þórhallsson spilaði síðustu 6 mínúturnar í sterkum útisigri Orlando City á Inter Miami í nótt, 3:1.
Þá var Róbert Orri Þorkelsson ónotaður varamaður í tapi Montreal gegn New York Red Bulls á útivelli, 2:1.