Valencia lagði Real Madríd

Vinícius Júnior fékk beint rautt spjald í liði Real Madríd …
Vinícius Júnior fékk beint rautt spjald í liði Real Madríd í kvöld. AFP/José Jordan

Valencia vann gífurlega mikilvægan sigur á bikarmeisturum Real Madríd, 1:0, þegar liðin áttust við í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Diego López skoraði sigurmarkið eftir rúmlega hálftíma leik.

Á áttundu mínútu uppbótartíma fékk Vinícius Júnior í liði Real Madríd beint rautt spjald.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Valencia þar sem liðið er nú langt komið með að tryggja sæti sitt í efstu deild á næsta tímabili eftir að hafa átt í fallbaráttu stærstan hluta yfirstandandi tímabils.

Valencia er nú með 40 stig í 13. sæti, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar þrjár umferðir eru eftir af spænsku deildinni.

Real Madríd er í þriðja sæti með 71 stig og er þegar búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert