Willum klúðraði víti en lagði upp mark

Willum Þór Willumsson hefur verið að spila vel undanfarið í …
Willum Þór Willumsson hefur verið að spila vel undanfarið í Hollandi. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Willum Þór Willumsson, leikmaður Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta, klúðraði vítaspyrnu en bætti upp fyrir það með að leggja upp mark á liðsfélaga sinn seinna í leiknum.

Go Ahead Eagles spilaði á móti FC Volendam í dag og hófst leikurinn með látum því heimamenn fengu vítaspyrnu á 2. mínútu. Willum Þór fór á punktinn en brást bogalistin og varði markvörður Volendam spyrnuna.

Þetta kom ekki að sök því heimamenn unnu sannfærandi sigur, 3:0, og lagði Willum upp annað mark þeirra á Norðmanninn Oliver Edvardsen.

Eftir leikinn er Go Ahead Eagles í 10. sæti með 40 stig.

Alfons Sampsted var ónotaður varamaður þegar Twente vann sannfærandi útisigur á Waalwijk, 5:0.

Þá var Andri Fannar Baldursson einnig ónotaður varamaður þegar Nijmegen tapaði á heimavelli fyrir AZ Alkmaar, 0:3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert