Viðureign Íslendingaliðanna Norrköping og Elfsborg, sem alls eru með sex íslenska leikmenn í sínum röðum, stendur nú yfir í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Sveinn Aron Guðjohnsen, sóknarmaður Elfsborg, braut heldur illa á Arnóri Sigurðssyni, kantmanni Norrköping, á 20. mínútu og fékk gula spjaldið að launum.
Samherjar Arnórs voru afar óhressir með Svein og hópuðust að honum eftir atvikið.
Arnór svaraði fyrir sig níu mínútum síðar með því að koma Norrköping, 1:0.
Brotið má sjá í myndskeiðunum:
Sveinn Gudjohnsen varnas efter den här situationen med landsmannen Arnór Sigurdsson 🟨 pic.twitter.com/GDhUddGMlD
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 22, 2023
Repris på situationen pic.twitter.com/GL7sh8UysE
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 22, 2023