Knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic gæti verið á leið til Svíþjóðar á nýjan leik en hann verður ekki þjálfari Rauðu stjörnunnar á næstu leiktíð.
Sænski blaðamaðurinn Josip Ladan greinir frá því að Milos, sem er fertugur, gæti tekið við stjórnartaumunum hjá AIK.
Milos gerði Rauðu stjörnuna að serbneskum meisturum á dögunum og þá er liðið komið í úrslit bikarkeppninnar þar sem það mætir Cukaricko í Belgrad á fimmtudaginn kemur.
Hann mun láta af störfum að tímabili lokni en talið er að forráðamenn Rauðu stjörnunnar vilji fá reynslumeiri þjálfara til þess að stýra liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Milos er fæddur í Serbíu en með íslenskt ríkisfang en hann hefur stýrt Mjällby, Hammarby og Malmö í Svíþjóð og þá er fjölskylda hans búsett þar.