Ítalska stórveldið AC Milan hefur augastað á knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni, leikmanni Genoa.
Staðarblaðið Primocanale greinir frá.
Albert fór fyrir Genoa á tímabilinu og átti stóran þátt í að liðið stoppaði stutt í ítölsku B-deildinni og vann sér inn sæti í A-deildinni á ný, ári eftir að hafa fallið úr henni.
Skoraði hann 11 mörk og lagði upp fimm til viðbótar í 36 deildarleikjum á tímabilinu og skoraði auk þess þrjú mörk í tveimur bikarleikjum.
Langafi hans og alnafni, fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu, lék með AC Milan tímabilið 1948/1949 og skoraði þá tvö mörk í 14 leikjum í A-deildinni en missti af stórum hluta tímabilsins vegna alvarlegra meiðsla.
📰 @PrimoCanale: #ACMilan and #Sassuolo are monitoring the performances of #Gudmundsson, who has been the main protagonist of #Genoa's triumph this season!
— Milan Posts (@MilanPosts) May 23, 2023
This season:
👕 39 Appearances
⚽️ 14 Goals
🎯 05 Assists pic.twitter.com/SO5KSWvW14