Meistararnir grátt leiknir

Leikmenn Valladolid fagna einu marka sinna í kvöld.
Leikmenn Valladolid fagna einu marka sinna í kvöld. AFP/Cesar Manso

Nýkrýndir Spánarmeistarar Barcelona steinlágu gegn einu af neðstu liðum spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar þeir töpuðu fyrir Valladolid, 3:1.

Barcelona er þrettán stigum á undan næsta liði, Atlético Madrid, á toppnum og titillinn löngu í höfn en Valladolid var í fallsæti fyrir leikinn.

Andreas Christiansen skoraði sjálfsmark strax á 2. mínútu og þeir Cyle Larin og Gonzalo Plata komu Valladolid í 3:0 áður en Robert Lewandowski kom Barcelona á blað með marki rétt fyrir leikslok.

Valladolid fór með sigrinum upp fyrir Getafe og úr fallsæti en rúmlega tveimur umferðum er ólokið í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert