Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester Unitd eiga nú í viðræðum við forráðamenn franska stórliðsins París SG um hugsanleg kaup enska félagsins á sóknarmanninum Neymar.
Það er franski millinn L'Equipe sem greinir frá þessu en Neymar, sem er 31 árs gamall, hefur verið orðaður við brottför frá franska félaginu undanfarna mánuði.
Forráðamenn París SG reyndu að selja leikmanninn síðasta sumar en þá tókst ekki að finna áhugasama kaupendur.
Neymar er samningsbundinn París SG til sumarsins 2025 en alls á hann að baki 173 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 118 mörk og lagt upp önnur 77.
United þyrfti að borga í kringum 70 milljónir punda fyrir brasilíska sóknarmanninn.