Alba yfirgefur Barcelona

Jordi Alba í leik með Barcelona.
Jordi Alba í leik með Barcelona. AFP/Pau Barrena

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur tilkynnt að vinstri bakvörðurinn Jordi Alba muni halda á brott þegar samningur hans rennur sitt skeið í sumar.

Alba hefur leikið með Börsungum undanfarin ellefu tímabil og verið einkar sigursæll. Hann vann spænsku 1. deildina sex sinnum, spænska konungsbikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Hann er orðinn 34 ára gamall og er annar reynsluboltinn sem fer frá félaginu í sumar, en áður hafði verið tilkynnt að fyrirliðinn Sergio Busquets haldi á brott eftir að hafa leikið allan sinn meistaraflokksferil hjá Barcelona.

Auk þess að vinna ógrynni bikara í sameiningu hjá Barcelona urðu þeir Evrópumeistarar með spænska landsliðinu árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert