Argentínumaðurinn hetjan í úrslitum

Lautaro Martínez fagnar sigurmarkinu.
Lautaro Martínez fagnar sigurmarkinu. AFP/Isabella Bonotto

Inter Mílanó er ítalskur bikarmeistari í fótbolta árið 2023 eftir 2:1-sigur á Fiorentina í bikarúrslitum í kvöld. Leikið var á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Nicolás González kom Fiorentina yfir strax á 3. mínútu, en Lautaro Martínez jafnaði fyrir Inter á 29. mínútu og skoraði svo sigurmarkið á 37. mínútu.

Tímabil Inter getur orðið enn betra, því liðið leikur gegn Manchester City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 10. júní næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert