AEK varð í kvöld grískur bikarmeistari í fótbolta eftir 2:0-sigur á PAOK í bikarúrslitaleik í Volos. Leikið var án áhorfenda vegna óláta stuðningsmanna í grískum fótbolta að undanförnu.
Lazaros Rota fékk beint rautt spjald strax á sjöttu mínútu hjá AEK, en þrátt fyrir það skoruðu Harold Moukoudi og Pablo Fernandes og tryggðu liðinu sigur.
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK. Hann varð grískur meistari árin 2019 og 2021.