Ítalska knattspyrnugoðsögnin Andrea Pirlo þarf að finna sér nýja vinnu, en honum var sagt upp störfum hjá tyrkneska félaginu Fatih Karagümrük í dag.
Pirlo tók við liðinu á síðasta ári, en þrír tapleikir í röð og aðeins einn sigur í sex síðustu leikjum varð ítalska miðjumanninum fyrrverandi að falli.
Liðið er sem stendur í níunda sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 33 leiki.
Pirlo lék á sínum tíma 116 leiki fyrir ítalska landsliðið og var lengi lykilmaður bæði AC Milan og Juventus.