Real upp í annað sæti með naumum sigri

Liðsmenn Real fagna sigurmarkinu.
Liðsmenn Real fagna sigurmarkinu. AFP/Javier Soriano

Real Madrid er komið upp í annað sæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:1-heimasigri á Rayo Vallecano í kvöld.

Karim Benzema kom Real yfir með eina marki fyrri hálfleiks á 31. mínútu. Raúl de Tomás jafnaði á 84. mínútu, en Rodrygo skoraði sigurmark Real á 89. mínútu.

Real er með 74 stig í öðru sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir Barcelona sem er orðið meistari. Atlético Madrid er í þriðja sæti með 72 stig og leik til góða á Real.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert