Karim Benzema, framherji spænska liðsins Real Madrid, þurfti læknishjálp eftir 2:1-sigur liðsins gegn Rayo Vallecano í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Traðkað var á fæti Benzema í leiknum, með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og sauma þurfti fimm spor.
Þrátt fyrir meiðslin kláraði Benzema leikinn og skoraði fyrra mark Real. Frakkinn birti myndir af áverkum sínum á samfélagsmiðlum eftir leik, á meðan gert var að sárum hans.