Heimsmeistarinn yfirgefur stórliðið

Ángel Di María yfirgefur Juventus í sumar.
Ángel Di María yfirgefur Juventus í sumar. AFP/Marco Bertorello

Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María mun yfirgefa ítalska stórliðið Juventus þegar samningur hans við félagið rennur sitt skeið eftir leiktíðina.

Di María kom til Juventus frá París SG fyrir tímabilið og gerði eins árs samning. Sá samningur verður ekki framlengdur og er honum því frjálst að róa á önnur mið eftir leiktíðina.

Leikmaðurinn hefur leikið 38 leiki með Juventus á tímabilinu, þar af 25 í byrjunarliði. Hann er orðinn 35 ára og hefur verið orðaður við félög í heimalandinu.

Samkvæmt Goal vill hann þó vera áfram í Evrópu, til að auka möguleika sína á að vera í argentínska hópnum fyrir Suður-Ameríkumótið á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert