Brasilíumaðurinn Rodrygo var hetja Real Madrid í 2:1-útisigri liðsins gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Rafa Mir kom Sevilla yfir strax á 3. mínútu, en Rodrygo jafnaði á 29. mínútu og skoraði svo sigurmarkið á 69. mínútu.
Marcos Acuna fékk beint rautt spjald hjá Sevilla á 83. mínútu og voru tíu leikmenn heimamanna ekki líklegir til að jafna metin.
Real er í öðru sæti með 77 stig, átta stigum á eftir Spánarmeisturum Barcelona. Sevilla er í tíunda sæti með 49 stig.