Breda er komið í undanúrslit umspilsins í B-deild hollenska fótboltans eftir 4:1-útisigur á Maastricht í kvöld. Breda vann fyrri leikinn 1:0 og einvígið samanlagt 5:1.
Elías Már Ómarsson kom Breda á bragðið í kvöld með fyrsta marki leiksins á 20. mínútu. Hann fór af velli á 56. mínútu í stöðunni 3:0.
Venlo er einnig komið í undanúrslit eftir ótrúlegt einvígi við Willen II. Venlo vann einvígið samanlagt 5:4 og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í framlengingu. Kristófer Kristinsson kom inn á hjá liðinu á 116. mínútu.
Breda mætir Emmen í undanúrslitum og Venlo mætir Almere City. Breda hafnaði í sjötta sæti B-deildarinnar og Venlo því sjöunda. Almere varð í þriðja sæti á meðan Emmen endaði í 16. sæti úrvalsdeildarinnar.