Sirius vann 2:1-sigur á Brommpojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius og hann lagði upp sigurmarkið á 64. mínútu. Aron fór af velli í uppbótartíma, en hann nældi sér í gult spjald á 30. mínútu.
Óli Valur Ómarsson lék ekki með Sirius vegna meiðsla. Liðið er með átta stig eftir tíu leiki og var sigurinn sá fyrsti á leiktíðinni.