Ótrúlegur Messi tryggði titilinn

Lionel Messi skorar mark Parísarliðsins.
Lionel Messi skorar mark Parísarliðsins. AFP/Patrick Hertzog

Lionel Messi var hetja París SG er liðið varð franskur meistari í fótbolta annað árið í röð og í ellefta sinn alls í kvöld.

Messi skoraði mark liðsins í 1:1-jafntefli gegn Strasbourg á 59. mínútu, eftir undirbúning hjá Kylian Mbappé. Kévin Gameiro jafnaði fyrir Strasbourg á 79. mínútu, en stigið nægði PSG til að fagna meistaratitlinum.

Þegar einni umferð er ólokið er PSG með 85 stig, fjórum stigum meira en Lens í öðru sæti.

Messi hefur nú skorað 496 deildarmörk á ferlinum, flest mörk allra í fimm sterkustu deildum Evrópu. Cristiano Ronaldo kemur næstur með 495 mörk.

Þá hefur Messi nú unnið 43 titla á ferlinum, jafn marga og Daniel Alves, sem var fyrir kvöldið einn sigursælasti leikmaður allra tíma, sé einungis talið í stórum titlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert