Tímabilið búið þrátt fyrir stoðsendingu

Mikael Egill Ellertsson lagði upp mark en er kominn í …
Mikael Egill Ellertsson lagði upp mark en er kominn í sumarfrí. Ljósmynd/KSÍ

Tímabili Venezia í ítölsku B-deildinni í fótbolta er lokið eftir að liðið tapaði fyrir Cagliari í átta liða úrslitum umspilsins í kvöld. Urðu lokatölur í Cagliari 2:1, heimamönnum í vil.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia og hann lagði upp mark sinna manna á 52. mínútu er Nicholas Pierni minnkaði muninn í 2:1.

Íslenski landsliðsmaðurinn fékk að líta gula spjaldið mínútu síðar og var tekinn af velli á 83. mínútu.

Bjarki Steinn Bjarkason og samherjar hans hjá Foggia eru í fínum málum í átta liða úrslitum umspilsins í C-deildinni eftir 1:0-heimasigur á Crotone í fyrri leik liðanna.

Bjarki lék allan leikinn með Foggia og fékk gult spjald á 44. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert