Urðu meistarar og ráku goðsagnir

Leikmenn Bayern fagna í dag.
Leikmenn Bayern fagna í dag. AFP/Christof Stache

Bayern München, sem varð Þýskalandsmeistari í fótbolta með dramatískum hætti fyrr í dag, rak goðsagnirnar Oliver Kahn og Hasan Salihamidzic úr störfum strax í kjölfar þess að meistaratitilinn var í höfn.

Voru þeir báðir afar sigursælir sem leikmenn Bayern á sínum tíma og störfuðu á bakvið tjöldin hjá félaginu.

Kahn, sem var einn besti markvörður heims á sínum yngri árum, var stjórnarformaður félagsins og Salihamidzic yfirmaður íþróttamála.

Þjóðverjinn Kahn lék á sínum tíma 630 deildarleiki með Bayern og Bosníumaðurinn Salihamidzic 234.

Oliver Kahn og Hazan Salihamidzic með Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Bayern, …
Oliver Kahn og Hazan Salihamidzic með Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Bayern, þegar allt lék í lyndi. AFP/Christof Stache
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert