Benfica portúgalskur meistari eftir fjögurra ára bið

Liðsmenn Benfica fagna í gær.
Liðsmenn Benfica fagna í gær. AFP/Carlos Costa

Benfica varð í gær portúgalskur meistari í fótbolta þegar liðið vann Santa Clara í lokaumferðinni, 3:0. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2019 sem Benfica vinnur deildina.

Ef Benfica hefði tapað í gær þá átti Porto möguleika á að ná liðinu frá Lissabon en mörk frá Goncalo Ramos, Rafa Silva og Alex Grimaldo tryggðu Benfica titilinn.

Þetta er í 38. sinn sem Benfica er portúgalskur meistari og er það met þar í landi. Porto kemur þar á eftir með 30 titla.

Roger Schmidt er þjálfari Benfica en hann hefur m.a. stýrt Red Bull Salzburg, Bayer Leverkusen og PSV á sínum ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert