Valgeir Valgeirsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í sænsku B-deildinni er Örebro og Helsingborg skildu jöfn í dag, 1:1.
Valgeir kom Örebro yfir á 8. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs eftir hornspyrnu. Hann fór svo af velli á 58. mínútu. Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn með Örebro.
Mark Valgeirs má sjá hér fyrir neðan.
ÖSK tar ledningen hemma mot Helsingborgs IF! Målskytt Valgeir Valgeirsson i sin första match från start denna säsong. pic.twitter.com/ZVojLiuAj3
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 28, 2023