Bayern München gerði sér lítið fyrir og vann tíu marka sigur á Potsdam í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag, 11:1. Sigurinn þýðir að Bayern München er þýskur meistari.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern München í dag og skoraði hún tíunda mark liðsins á 75. mínútu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði allan seinni hálfleikinn í dag en Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk München.
Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði allan leikinn og lagði upp fyrsta mark Wolfsburg í 2:1 sigri á Freiburg. Wolfsburg þurfti að vinna leik sinn í dag og treysta á að Bayern München myndi tapa sínum leik til að eiga möguleika á að vinna titilinn.
Bayern München hafði engan áhuga á því að tapa í dag og var liðið 7:0 yfir í hálfleik. Þetta er í fimmta skipti í sögu félagsins sem það verður þýskur meistari.
11:1! WIR SIND MEISTER. 🤩🏆#FCBPDM #FCBayern #MiaSanMeister pic.twitter.com/cnb2pGTmh5
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) May 28, 2023