Íslendingarnir áberandi og í toppsætið

Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði.
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði. Ljósmynd/Alex Nicodim

Elfsborg vann afar sannfærandi 3:0-heimasigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom Elfsborg á bragðið með fyrsta marki leiksins á 32. mínútu. Hann fór svo af velli á 59. mínútu. Hákon Rafn Valdimarsson lék allan leikinn í marki Elfsborg og hélt hreinu.

Elfsborg er óvænt í toppsæti deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki. Malmö er í öðru sæti með 25 stig.

Kalmar vann 2:1-heimasigur á Norrköping í Íslendingaslag. Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Kalmar.

Arnór Sigurðsson lék allan leikinn með Norrköping og lagði upp mark liðsins á 59. mínútu. Arnór Ingvi Traustason lék þar til í uppbótartíma og Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á sem varmaður á 74. mínútu. Ari Freyr Skúlason var ekki í hópnum.

Í 1. deildinni gerðu Örebro og Helsingborg 1:1-jafntefli. Valgeir Valgeirsson gerði mark Örebro á 8. mínútu og lék fyrstu 58. mínúturnar. Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert