Bestur fjórða árið í röð

Kylian Mbappé með verðlaunagripinn.
Kylian Mbappé með verðlaunagripinn. AFP/Bertrand Guay

Franska ofurstjarnan Kylian Mbappé, leikmaður París SG, var valinn besti leikmaður frönsku 1. deildarinnar í fótbolta fjórða árið í röð. 

París SG tryggði sér titilinn um helgina með 1:1-jafntefli gegn Strasbourg. Það var jafnframt sjötti deildartitill Mbappé en kappinn er aðeins 24 ára gamall. 

Fyrir lokaumferðina næstu helgi hefur Frakkinn skorað 28 mörk í deildinni og lagt önnur fimm upp en hann var lykilþáttur í deildarsigri Parísarliðsins ásamt Argentínumanninum Lionel Messi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert