Steven Berghuis, leikmaður Ajax, hefur beðist afsökunar eftir að myndband, sem sýndi hann slá til annars manns fyrir utan heimavöll Twente í gær, fór í dreifingu.
Ajax tapaði í gær á útivelli gegn Twente, 3:1, í lokaumferð hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og kórónaði þar með lélegt tímabil hjá Ajax sem endaði í 3. sæti deildarinnar.
Eftir leikinn í gær var stuðningsmaður með kynþáttaníð gagnvart Bryan Brobbey, liðsfélaga Berghuis, og réðst Berghuis að stuðningsmanninum. Berghuis gaf frá sér stutta yfirlýsingu í dag þar sem segir meðal annars að hann sjái eftir gjörðum sínum.
„Ég sé eftir þessu, ég hefði ekki átt að gera þetta. Ég er orðinn vanur svona háttalagi frá öðrum, fólk heldur að það geti bara kallað hverju sem er í áttina að manni. Sem leikmaður Ajax hef ég ákveðnu hlutverki að gegna og verð að standa mig betur í því.“ sagði Berghuis.