Hlín Eiríksdóttir gerði jöfnunarmark Kristianstad gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Liðin eru jöfn af stigum í 3. og 4. sæti deildarinnar og var leikurinn gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar.
Hammarby komst yfir á 83. mínútu þegar Vilde Hasund skoraði en lærisveinar Elísabetar Gunnarsdóttur í Kristianstad gáfust ekki upp og jafnaði Hlín leikinn á 88. mínútu.
Þetta var fjórða mark Hlínar í tíu leikjum í deildinni og skoraði hún í öðrum leiknum í röð en hún skoraði einnig í sigri á Djurgarden um daginn.
Amanda Andradóttir sat allan tímann á varmannabekk Kristianstad í dag.