Glódís í liði ársins

Glódís Perla Viggósdóttir hefur átt mjög gott tímabil með Bayern …
Glódís Perla Viggósdóttir hefur átt mjög gott tímabil með Bayern München. AFP/Justin Tallis

Glódís Perla Viggósdóttir er í liði ársins í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu hjá vefmiðlinum 90min.

Glódís varð um helgina þýskur meistari með Bayern München sem hafði betur í einvíginu við Wolfsburg um meistaratitilinn.

90min.de birtir í dag úrvalslið sitt fyrir tímabilið, byggt á einkunnagjöf, og Glódís er þar í stöðu miðvarðar. Hún er jafnframt sá leikmaður úrvalsliðsins sem oftast var valin í lið umferðarinnar á tímabilinu, eða í átta skipti í 22 umferðum deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert