Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur hafið viðræður við franska félagið Nice um kaup á franska miðjumanninum Khéphren Thuram.
Franska dagblaðið L’Équipe greinir frá því að fundur um möguleg kaup hafi þegar átt sér stað og að Nice meti Thuram á 60 milljónir evra.
Hann er 22 ára gamall, kröftugur miðjumaður sem lék sinn fyrsta A-landsleik fyrr á árinu og er sonur frönsku goðsagnarinnar Lilian Thuram.
Eldri bróðir hans, franski landsliðsmaðurinn Marcus, er þá leikmaður Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi.
Fastlega er reiknað með því að Liverpool festi kaup á fleiri en einum miðjumanni í sumar þar sem James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain eru allir á förum frá félaginu þegar samningar þeirra renna út.
Reiknað er með því að fleiri félög muni sýna Thuram mikinn áhuga í sumar eftir frábæra frammistöðu hans á tímabilinu. Nice er sagt hafa lítinn áhuga á því að selja Thuram en að honum sjálfum lítist vel á spila undir stjórn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.