Missir af bikarúrslitaleiknum

Anthony Martial.
Anthony Martial. AFP/Oli Scarff

Franski knattspyrnumaðurinn Anthony Martial, sóknarmaður Manchester United, missir af úrslitaleik liðsins í ensku bikarkeppninni gegn nágrönnunum í Manchester City næstkomandi laugardag vegna meiðsla.

Martial meiddist aftan á læri í 2:1-sigri Man. United á Fulham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn sunnudag.

Reif hann vöðva aftan á læri og á því ekki nokkurn möguleika á að spila um næstu helgi, þar sem bæði Manchester-lið geta bætt öðrum bikar í safnið á tímabilinu, en Man. City er Englandsmeistari og Man. United er deildabikarmeistari.

Brasilíski vængmaðurinn Antony meiddist þá í 4:1-sigri á Chelsea í deildinni á fimmtudagskvöld en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Man. United, sagði það líklegt að hann yrði búinn að jafna sig í tæka tíða fyrir leikinn á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert