Flug til Billund og skoðunarferð í fangelsi

Sævar Atli Magnússon er einn af Íslendingunum í Lyngby.
Sævar Atli Magnússon er einn af Íslendingunum í Lyngby. Ljósmynd/Lyngby

Gríðarlegur áhugi er á leik Horsens og Lyngby í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn en það er nánast hreinn úrslitaleikur liðanna um áframhaldandi sæti í deildinni og fimm Íslendingar koma þar við sögu.

Eins og áður hefur komið fram hafa leikmenn Lyngby gefið sektarsjóð sinn til að borga eina af rútunum sem flytja stuðningsfólk liðsins frá útjaðri Kaupmannahafnar til Jótlands.

Félagið tilkynnti í dag að hver rútan af annari hefði bæst við og þær væru nú orðnar níu talsins en í gær voru þær fimm.

Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby og framherjinn Alfreð Finnbogason eru ánægðir með gang mála og þeir slógu á létta strengi á Twitter í dag þar sem Freyr bendir á beint flug fyrir Íslendinga til Billund og Alfreð býður m.a. upp á skoðunarferð í fangelsið í Horsens:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert