Knattspyrnumaðurinn Lioenl Messi var hvergi sjáanlegur í brúðkaupi Lautoro Martínez og Agustina Gandolfo á dögunum en sá síðarnefndi gifti sig við Como-vatn á Ítalíu um síðustu helgi.
Martínez og Messi eru liðsfélagar í argentínska landsliðinu en þeir Enzo Fernandez, Emiliano Martínez og Alexis Mac Allister voru allir mættir til Ítalíu til þess að fagna með Martínez.
Messi ákvað að skella sér frekar á tónleika með hljómsveitinni Coldplay ásamt fyrrverandi liðsfélaga sínum hjá Barcelona, Cesc Fabregas.
Messi, sem er 35 ára gamall, er samningsbundinn París SG í Frakklandi en samningur hans rennur út hinn 1. júlí í sumar.
Hann hefur meðal annars verið orðaður við endurkomi til Barcelona og þá hefur hann einnig verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.