Sá besti með risatilboð frá Sádi-Arabíu

Karim Benzema gæti verið á förum frá Real Madrid eftir …
Karim Benzema gæti verið á förum frá Real Madrid eftir fjórtán ár í herbúðum félagsins. AFP/Javier Soriano

Knattspyrnumaðurinn Karim Benzema er með risatilboð frá Sádi-Arabíu í höndunum en hann er samningsbundinn stórliði Real Madrid á Spáni.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Benzema, sem er 35 ára gamall, verður samningslaus í sumar.

Hann er þó með tilboð í höndunum frá Real Madrid um að framlengja samning sinn til sumarsins 2024 en leikmaðurinn liggur nú undir felld og íhugar stöðu sína.

Framherjinn gekk til liðs við Real Madrid frá Lyon sumarið 2009 en hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem knattspyrnumaður á Spáni.

Hann hlaut Gullknöttinn eftirsótta á síðasta ári, ásamt því að vera valinn besti leikmaður heims hjá FIFA en alls á hann að baki 647 leiki fyrir Real Madrid þar sem hann hefur skorað 353 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert