Mourinho orðljótur eftir leik (myndskeið)

Mourinho tekur af sér silfurmedalíuna eftir leik.
Mourinho tekur af sér silfurmedalíuna eftir leik. AFP/Odd Andersen

José Mourinho, knattspyrnustjóri ítalska liðsins Roma, var allt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn Sevilla í vítakeppni í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Mourinho hefur lítinn áhuga á silfurmedalíum, því hann henti verðlaununum fyrir annað sætið upp í stúku eftir leik.  

Þá var portúgalski stjórinn gríðarlega ósáttur við störf enska dómarans Anthony Taylor og beið hann eftir þeim enska á bílaplani eftir leik.

Mourinho var orðljótur á bæði ítölsku og ensku á bílaplaninu, eins heyra og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert