Einn sá eftirsóttasti áfram í Mílanó

Portúgalinn Rafael Leao.
Portúgalinn Rafael Leao. AFP/Gabriel Bouys

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Rafael Leao verður áfram í Mílanóborg næstu árin en hann skrifaði undir nýjan samning við AC Milan til ársins 2028. 

Leao hefur verið einn helsti leikmaður Mílanóliðsins síðustu ár og var lykilmaður í deildarsigri liðsins tímabilið 2021/22, þar sem hann var valinn besti leikmaður deildarinnar. Á sínum tíma hjá félaginu hefur Leao skorað 41 mark og lagt upp önnur 29 í 162 leikjum fyrir félagið. 

Portúgalinn, sem er 23 ára gamall, er sagður hafa vakið mikinn áhuga hjá ensku félögunum Arsenal og Chelsea síðastliðið ár en hugur hans var ávallt í Mílanó, þar sem hann mun að öllum líkindum spila um ókomin ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert