Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia er leikmaður ársins í ítölsku A-deildinni í fótbolta.
Kvaratskhelia er 22 ára kantmaður sem átti frábært tímabil með Napolí og var meginstoð í því að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í 33 ár. Georgíumaðurinn skoraði 12 mörk og lagði upp önnur tíu í 33 leikjum.
Luciano Spalletti, þjálfari Kvaratskhelia og Napolí, var valinn þjálfari ársins. Besti ungi leikmaðurinn var svo Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus.