Bikarmeistarar annað árið í röð

Frá vinstri, Benjamin Henrichs, Christopher Nkunku og Dominik Szoboszlai með …
Frá vinstri, Benjamin Henrichs, Christopher Nkunku og Dominik Szoboszlai með bikarinn. AFP/Odd Andersen

RB Leipzig er þýskur bikarmeistari karla í fótbolta annað árið í röð eftir 2:0-sigur á Frankfurt í úrslitaleiknum á Olympiastadion í Berlín í kvöld. 

Markalaust var eftir fyrstu 45. mínútur leiksins en Frakkinn Christopher Nkunku kom Leipzig yfir á 71. mínútu eftir stoðsendingu frá Dani Olmo. 

Það var svo Ungverjinn Dominik Szoboszlai sem innsiglaði sigurinn 14. mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Nkunku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert