Eden Hazard leystur frá Real Madrid

Sólin hefur ekki skínt á Eden Hazard hjá Real Madrid.
Sólin hefur ekki skínt á Eden Hazard hjá Real Madrid. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid hefur staðfest að Belginn Eden Hazard muni yfirgefa félagið á frjálsri sölu undir lok yfirstandandi tímabils. 

Hazard á enn eitt ár eftir í Madríd en Real hefur nú staðfest að kantmaðurinn verði laus undan samningi sínum 12 mánuðum fyrr.

Belginn gekk til liðs við Real frá Chelsea sumarið 2019  fyrir risaupphæðir eftir að hann brilleraði hjá Lundúnaliðinu. Tími hans í Madrídarborg hefur aftur á móti verið vægast sagt slæmur. Hann hefur glímt við hræðileg meiðsli ásamt því að hafa alls ekki standið undir væntingum þegar hann spilar.

Að hætta er möguleika hjá Hazard en næsta skref Belgans er ekki ákveðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert