Emilía Ásgeirsdóttir skoraði í heimasigri Nordsjælland á Thy Thisted, 3:1, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Emilía lék fyrstu 62. mínútu í liði Nordsjælland og kom liðinu í 3:0 á 53. mínútu. Hulda Hrund Arnarsdóttir spilaði allan leikinn í liði Thisted.
Nordsjælland er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig en Thisted er í sjötta með 19.