Fara ekki upp um deild

Elías Már Ómarsson í landsliðsverkefni.
Elías Már Ómarsson í landsliðsverkefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elías Már Ómarsson og liðsfélagar hans í Breda fara ekki upp í efstu knattspyrnudeild Hollands eftir tap í seinni leiknum gegn Emmen, 2:0, í umspili B-deildarinnar í kvöld. 

Elías hóf leikinn á tréverkinu en kom inná í byrjun síðari hálfleiksins. Emmen, sem endaði í 16. sæti úrvalsdeildarinnar, vann einnig fyrri leikinn, 2:1, og samanlagt 4:1. 

Emmen fer því í úrslitaleikinn þar sem liðið mætir Almere City um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. 

Almere City vann Kristófer Inga Kristinsson og félaga í Venlo í vítaspyrnukeppni í dag eftir 1:1 jafntefli liðanna í undanúrslitum umspilsins. Kristófer kom þar inn á sem varamaður í hálfleik framlengingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert