Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliði Wolfsburg sem tekur á móti Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag.
Sveindísi er stillt upp í fremstu víglínu þar sem hún mun spila með þeim Alexöndru Popp og Ewu Pajor.
Sveindís getur orðið annar Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild kvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir vann þessa keppni tvívegis með franska liðinu Lyon. Þá hefur Eiður Smári Guðjohnsen einnig lyft Meistaradeildarbikarnum en hann vann keppnina með karlaliði Barcelona árið 2009.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.