Spænskur landsliðsmaður að skrifa undir hjá PSG

Marco Asensio er á leið til PSG.
Marco Asensio er á leið til PSG. AFP/Thomas Coex

Spænski knattspyrnumaðurinn Marco Asensio mun skrifa undir fjögurra ára samning við franska stórliðið PSG á næstu dögum. Þetta segir ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Asensio mun ganga til liðs við PSG á frjálsri sölu eftir níu ára dvöl hjá Real Madrid. Það voru ýmis félög sem sýndu Asensio áhuga, t.a.m. enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa, en að lokum valdi hann að fara til Frakklands.

Asensio hefur spilað 30 leiki í deildinni með Real Madrid á tímabilinu sem nú er að líða undir lok, í þeim hefur hann komið að 15 mörkum, skorað níu og lagt upp sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert