Bjarki Steinn Bjarkason skoraði annað mark Foggia og jafnaði í 2:2 gegn Pescara í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í umspili um sæti í B-deild Ítalíu í fótbolta í kvöld.
Bjarki slapp inn fyrir vörn Pescara og skoraði af öryggi með góðu skoti. Leikmenn Pescara voru ósáttir með markið og héldu fram að Bjarki hafi fengið boltann í höndina í uppspilinu.
Myndskeið af markinu má sjá hér fyrir neðan.
👤 Bjarki Steinn Bjarkason (f.2000)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) June 4, 2023
🇮🇹 Foggia
🆚 Pescara
📽️ #Íslendingavaktin pic.twitter.com/CGILAv1y6V