Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem það staðfestir að Karim Benzema muni yfirgefa félagið í sumar.
Í yfirlýsingunni segir að Benzema og félagið hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu þess efnis að franski framherjinn muni yfirgefa félagið.
„Karim Benzema er fimmti leikmaður í okkar sögu sem hefur klæðst treyju okkar í 647 leikjum og hann er einnig annar markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 353 mörk. Ferill hans hefur verið einstaklega aðdáunarverður, hann er fyrirmyndar atvinnumaður og hefur haldið merki Real Madrid á lofti síðan hann kom til félagsins árið 2009.“ sagði m.a. í yfirlýsingu félagsins.
Benzema vann Gullknöttinn eftirsótta á síðasta ári, ásamt því að vera valinn besti leikmaður heims hjá FIFA. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á Spáni og mun hann nú leita sér að nýrri áskorun.