Furðulegt atvik átti sér stað í leik Vestra og Njarðvíkur í 1. deild karla í fótbolta í gær þegar leikmaður Njarðvíkur var sakaður um að hafa migið á völlinn.
Í beinni útsendingu frá leiknum heyrðist vel þegar Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, kallar inn á völlinn: „Dómari, hann meig á völlinn.“
Þar talaði Davíð um leikmann Njarðvíkur sem virðist hafa haft þvaglát á miðjan völlinn en dómarar leiksins hafi ekki tekið eftir því.
„Það sáu það allir og við vorum að benda dómaranum á það að leikmaður Njarðvíkur væri að hafa þvaglát á vellinum. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því að sjá það ekki, en svona er þetta bara.“ sagði Davíð við fréttamiðilinn fotbolti.net eftir leikinn í gær.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atvikinu og það heyrist vel þegar Davíð reynir að vekja athygli dómara á málinu.
— Tryggvi Snær (@TryggviSn) June 3, 2023